Í New York Times veltir Paul Krugman fyrir sér hagtölum Bandaríkjanna, einkum þróun verðbréfa, þar sem verðlag er komið upp í þrítugfaldan arð fyrirtækja og fertugfaldan raunarð þeirra. Hann segir þetta sjúklega blöðru, sem geti sprungið einn svartan föstudag. Hann segir, að útlendingar muni ekki lengur lána Bandaríkjunum 500 milljarða dollara árlega. Hann spáir gjaldþroti ríkissjóðs Bandaríkjanna.