William Pfaff segir í International Herald Tribune, að Atlantshafsbandalagið sé dauðadæmt, ef Bandaríkjastjórn áttar sig ekki á, að það getur ekki verið tæki Bandaríkjanna til að stjórna Evrópu. Nokkur lykilríki í Evrópusambandinu eru að koma á fót evrópskum her utan yfirstjórnar Bandaríkjanna. Í því felst sjálfstæðisyfirlýsing, sem Bandaríkjastjórn hefur kosið að berjast gegn. Atlantshafsbandlagið var barn kalda stríðsins, svar við ógnun af hálfu Sovétríkjanna, sem ekki eru lengur til. Ef áhrifamikil ríki Evrópu telja Atlantshafsbandalagið vera bandarískt stjórntæki, sem ekki svari evrópskum nútíma, er tími þess á enda runninn.