Misbeiting hryðjuverkalaga Bretlands mun rota London sem fjármálamiðstöð heimsins. Bankar og skyldar stofnanir munu hér eftir hugsa sig um tvisvar áður en þau koma sér fyrir í London. Og aðrar eru farnar að hugsa sér til brottflutnings þaðan. Útilokað er að stunda bankaviðskipti í ríki, sem misbeitir hryðjuverkalögum gegn gráðugum bönkum. Hryðjuverkalög brezku eru óútfyllt ávísun, sem óprúttin ríkisstjórn hefur notað í óskyldu máli. Til þess eins að slá keilur í skoðanakönnunum líðandi stundar. Tuddanum Gordon Brown mun hefnast fyrir, þegar verst gegnir, í næstu kosningabaráttu.