Bankahreinsunin mistókst

Punktar

Við hrun varð ljóst, að forsenda upprisu Íslands væri opinn bankageiri. Allt yrði að vera uppi á borðum, annars færi geirinn aftur út af sporinu. Aðhald fólks að bönkunum yrði að vera öflugt. Eigendaskráning færð í lag og öllum opin, svo að vogunarsjóðir og bófar gætu ekki dulizt. Engin bankaleyndarmál væru lengur til að fela glæpi. Því miður bar ný ríkisstjórn ekki gæfu til að skilja. Afleitir bankaráðherrar og fjármálaráðherra endurnýjuðu fortíðina, Gylfi, Árni Páll og Steingrímur. Í stjórn Bankasýslu og Fjármálaeftirlits var sett vandræðafólk gamla tímans. Og nýir bankastjórar enn viðsjárverðari.