Bankahrunið var séríslenzkt

Punktar

Bankakreppa erlendis olli ekki bankahruni hér. Davíðshrunið var heimatilbúið að langmestu leyti. Sjálfur Seðlabankinn fór á hausinn við að sanka að sér verðlausum pappírum. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn höfðu gefið bönkunum lausan tauminn til að steypa sér út í rugl. Davíðshrunið var af allt annarri stærðargráðu en bankakreppan í útlöndum. Neyðarlögin voru sett við einstæðar aðstæður og geta ekki gefið útlöndum fordæmi. Þau hindruðu að Davíðshrunið yrði þjóðarhrun. Voru samt gölluð, settu of miklar byrðar á skattgreiðendur. Máttu ekki ábyrgjast innlenda peningasjóði að hluta og innistæður að fullu.