Bankakerfi Vesturlanda er ónýtt alla leið frá Kýpur til Íslands. Meginvandi þess er, að græðgin fékk að leika lausum hala í bönkunum. Þekkjum það úr hruninu. Taumlaus auðhyggja án raunverulegs ríkiseftirlits virkar ekki. Forsenda Hannesar Hólmsteins fyrir íslenzka ævintýrinu reyndist firra. En það skrítna er, að firran ríkir hér enn. Íslenzku bankarnir eru enn ofvaxnir og raka þó saman fé. Erfitt er að reka grunnstoðir velferðar, því bankarnir þrífa tugi milljarða árlega úr veltu þjóðarinar. Þetta gengur ekki lengur. Ríkið þarf að grípa í taumana, setja bönkum skorður og afnema bankaleynd.