Bankaleynd eftirlitsins

Punktar

Fjármálaeftirlitið neitar stofnfjárhöfum um að sjá rannsóknarskýrsluna um Sparisjóðinn í Keflavík. Ber við bankaleynd! Eftirlitið beitir semsagt fyrir sig hugtakinu bankaleynd til að halda hlífiskildi yfir glæpum ofurbófanna í sparisjóðnum. Ekki til að hlífa viðskiptavinum hans, heldur til að hlífa siðblindum bófum innan bankans. Hvað er að Gunnari Þ. Andersen? Nægir honum ekki að sofa í vinnunni? Þarf hann líka að bregða fæti fyrir hlutverk sitt? Ríkisapparatið er því miður fullt af ofstækisfullum glæpavinum, sem hunza siðferði í stóru og smáu. Gunnar Andersen er þar fremstur meðal jafningja.