Bankaleynd í Byggðastofnun

Punktar

Komið er í ljós, að í Byggðastofnun hugsa menn eins og banksterarnir gerðu fyrir hrun. Lánuðu út á veð í kvóta, þótt lögin segi þjóðina eiga kvótann, ekki kvótagreifar. Þegar DV spyr Byggðastofnun um þetta, svarar Anna Kristín Gunnarsdóttir formaður með skætingi. Felur sig bakvið bankaleynd, sjálfa orsök hrunsins. Hún vill ekki segja frá lánum með veði í kvóta. Bankaleynd, segir hún. Samt afskrifaði Byggðastofnun hálfan milljarð króna af slíkum lánum. Ríkisendurskoðun skoðar svindlið, sem setti Byggðastofnun á hliðina. Gylfi bankaráðherra þarf að vakna til vitundar um endaleysu bankaleyndar.