Landsbankinn gaf í gær út undarlega yfirlýsingu. Sagði Ríkisútvarpið fara rangt með ástir ríkisbankans og kvótagreifa í Eyjum. Hins vegar gæti bankinn ekki sagt, hvert hið rétta væri. Vegna bankaleyndar. BANKALEYNDAR! Við erum búin að fá nóg af slíku rugli. Landsbankinn gefur Guðmundi Kristjánssyni, greifa af Brimi, tuttugu milljarða. Lætur hann samt halda hlutabréfunum. Ríkisbankinn gefur tuttugu milljarða, þótt greifinn hafi sannað getuleysi í rekstri fyrirtækja. Steinþór Pálsson ríkisbankastjóri telur sig geta gefið tuttugu milljarða króna í skjóli bankaleyndar. En ætti að sitja í fangelsi.