Bankaleynd og vantraust

Punktar

Fólkið treystir hvorki stjórnvöldum né þeim, sem stjórna bönkunum. Gildir um yfirmenn í bönkunum, skilanefndir, pólitískt valin bankaráð. Gamlar reglur um bankaleynd eiga ekki við lengur. Leynd stenzt ekki, þegar traust er ekki til. Fólkið telur, að endurskipulagning bankanna feli í sér mismunun. Verið sé að hjálpa stórum skuldunautum og öðrum gæludýrum kerfisins á kostnað almennings. Ríkisstjórninni er réttilega kennt um þetta. Hún situr sem fastast og heimtar frið við verkefni, sem henni er ekki treyst fyrir. Þetta var meðal þess, sem kom skýrt fram á borgarafundinum í gær í Háskólabíó.