Ríkisstjórnin er á villigötum. Hún krumpaðist af blindri hlýðni við kröfur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Helzta krafa sjóðsins er hörð varðstaða við banka og fjármagnseigendur. Steingrímur J. Sigfússon og ríkisstjórnin öll túlka þetta sem skilyrðislausan forgang bankaeigenda. Þess vegna getur ríkisstjórnin ekki framkvæmt önnur forgangsmál. Í fyrsta lagi getur hún ekki afnumið bankaleynd, þótt allir bankaglæpir byggist á henni. Í öðru lagi getur hún ekki fyrnt kvótann og boðið hann út. Gengi banka byggist nefnilega á, að kvótagreifar haldi einokun sinni og geti borgað óreiðuskuldir sínar.