Bankar hunza eigandann

Punktar

Framkoma bankastjóra og skilanefnda er óskiljanleg. Í skjóli bankaleyndar er farið mildum höndum um útrásarvíkinga. Þegar fjölmiðlar komast með puttann í hneykslismálin, horfa bankamenn út í loftið og þykjast ekkert skilja. Þannig er verið að létta milljarði af World Class eins og reynt var með Milestone og Exista. Þetta stingur í stúf við meðferð bankanna á almenningi. Og kallar á, að höfðað sé mál gegn skilanefndum gömlu bankanna og bankastjórum nýju bankanna. Fyrir mismunun viðskiptamanna í trássi við stefnu eigandans. Og fyrir að ofnota hugtakið “að lágmarka tjón”, þar sem önnur markmið eiga við.