Bankaránið mikla

Punktar

Samson-hópurinn var samloka Björgólfsfeðganna og Magnúsar Þorsteinssonar. Þeir keyptu Landsbankann fyrir lánsfé árið 2002. Fengu sér bankastjóra til að skafa bankann að innan. Samtals tóku þeir og félög þeirra 440 milljarða úr bankanum. Meira en tvöfalt eigið fé bankans. Langstærsta bankarán sögunnar. Þess vegna fór bankinn hastarlegar á hausinn en nokkur annar banki. Samt ganga þeir Björgólfsfeðgar enn lausir og vísa á bankastjórana. Segjast hafa verið áhrifalausir og ekkert vitað, hvað var að gerast. Munum heyra meira af fjárglæframönnum, sem þykjast hafa verið meðvitundarlausir.