Bankarnir eru að deyja

Punktar

Eitthvað mikið er að, þegar ríkisstjórn og stjórnarandstaða og bankar halda fund að næturlagi um helgi. Gaman væri að spyja Geir, hvort hann flokki það sem krísufund. Fundurinn bendir til, að eitthvað meira en lítið athugavert sé við stöðu bankanna. Ríkisstjórnin kallar ekki í andstöðuna nema upp sé komin staða, sem kosti ríkissjóð gífurlega mikla peninga. Og vill, að allir samþykki aðgerðirnar. Ég vil því endurtaka: Ríkið á ekki að hjálpa bönkum. Þeir eru bara ónýtir. Ríkið á að draga bankastjórana til ábyrgðar. Ríkið á bara að hjálpa fólki. Þeim sem gætu tapað á að hafa haft fé í bönkunum.