Bankarnir eru krabbamein

Punktar

Verstu mistök ríkisstjórnarinnar felast í að endurreisa bankana í sinni gömlu mynd. Þar ráða ríkjum sams konar bófar og forverarnir, sem settu ríkið og Seðlabankann á hausinn. Bankabófarnir hafa afskrifað 480 milljarða af skuldum kvótagreifa, útrásarvíkinga og annarra viðskiptabófa. Mest í skjóli bankaleyndar. En aðeins 24 milljarða af skuldum heimilanna. Heildarskuldir heimilanna nema núna 1400 milljörðum króna, þreföldum afskriftum bófanna. Þessar tölur sýna, að bankarnir eru krabbamein í samfélaginu. Fáránlegt er, að ríkisvaldið láti skattgreiðendur taka ábyrgð á verstu bófum nútímans.