Íslandsbanki og Arion neituðu að afhenda upplýsingar til eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun. Hún fær því ekki að vita um verklagsreglur, ef þær eru þá til. Þetta sýnir, að bankarnir hafa reglur að engu og fela sig síðan að baki bankaleyndar. Hún er versta mein þjóðfélagsins. Gerir banka að miðstöðvum fjárglæfra og geðþótta. Brýnasta verkefni stjórnlagaþings er að setja bann við bankaleynd í stjórarskrána. Nánast vikulega skandalísera bankarnir og fela sig síðan bak við bankaleynd. Síðan er ríkisstjórninni kennt um sukkið. Við þurfum ekki Vítisengla, þegar við höfum viðskiptabanka.