Bankarnir tapa Grikklandi

Punktar

Stefna Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun bíða skipbrot í Grikklandi. Sjóðurinn komst áratugum saman upp með að mergsjúga þriðja heims þjóðir í þágu banka og spilltra pólitíkusa. Ekki tókst það á Íslandi, því að tjón bankanna var orðið að veruleika, áður en sjóðurinn kom til skjalanna. Í Grikklandi berst sjóðurinn hins vegar gegn yfirvofandi og óhjákvæmilegu ofur-tjóni. Áttatíu prósent Grikkja neita að borga og ríkisstjórnin mun falla. Fólk sættir sig ekki við almennt hrun lífskjara. Bankarnir eru sekir og þeim ber að refsa. Fylgispekt fjölþjóðastofnana við ofurvald bankanna steytir á gríska skerinu.