Bankasýslan pönkast

Punktar

Bófarnir í Bankasýslu ríkisins vilja sameina sparisjóði í stóran banka. Þeir telja slíkt hagkvæmara. Það er að segja auðveldara verði fyrir þá sem stóran banka að kúga viðskiptamennina. Slíkt er höfuðviðfangsefni banka, hvað sem almannatenglar þeirra segja. Meðal sparisjóðanna eru nokkrir, sem aldrei tóku þátt í hruninu, þjónustuðu bara sitt heimafólk. Það finnst Elínu Jónsdóttur í Bankasýslunni ekki nógu hagkvæmt. Bankasýslan er rekin af bófum með sama hugarfari og bófarnir, sem stjórna bönkunum. Mest stingandi dæmið um óbreytt ástand bankamála, þótt hrunverjar hafi verið hraktir frá völdum.