Bankinn er heilagur

Punktar

Vildi Hanna Birna Kristjánsdóttir gera eitthvað fyrir skuldara, mundi hún senda sýslumönnum aðvörun. Benda á, að ýmislegt er enn óútkljáð í skuldum við banka, til dæmis dómsmál. Benda á ábyrgðina, sem fylgir því að valda fólki óheyrilegu tjóni, sem síðan reynist hafa verið ógilt. Öllum þessum nauðungaruppboðum hlýtur að fylgja skaðabótaábyrgð banka og sýslumanna. En vélbyssan í innanríkisráðuneytinu kallar bara í nafnlausa lagatækna sína. Slíkir hafa ævinlega komizt að nákvæmlega þeirri niðurstöðu sem ráðherrann vill. Ekkert öðruvísi núna. Hönnu Birnu er ekkert eins heilagt og bankinn.