Bankinn mútaði Flokknum

Punktar

Landsbankinn mútaði Sjálfstæðisflokknum og pólitíkusum hans til að setja kíkinn fyrir blinda augað við útrás bankans. Flokkurinn sem slíkur fékk 44 milljónir, einstök flokksfélög ótilgreindar tugmilljónir og pólitíkusarnir nokkrar milljónir hver. Þetta var gamla Ísland, bræðralag græðgiskarla, sem voru aldir upp saman í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Mútukerfið í heild nam um hundrað milljónum króna. Með því tókst Landsbankanum og spila sig stóran IceSave-karl í útlöndum á okkar kostnað. Mútugreiðslur bankans til Flokksins og pólitíkusa hans munu fyrir rest lenda á skattgreiðendum.