Hugmyndaríkasti lagatæknir landsins hefur axlað bónusmenn gömlu bankanna. Vill, að þeir fái bónusana sína og engar refjar. Þetta eru óvenjulega miklir snillingar, komu bönkunum á hausinn og fengu háa bónusa fyrir. Svo var þeim sagt upp eftir hrun og bónusarnir hurfu. Nú vilja þeir sækja bónusa sína og hafa fengið til þess Sigurð G. Guðjónsson lagatækni. Hann er hugmyndaríkasti lagatæknir landsins. Bjó til lög og reglugerð um einkalífeyrissjóð Sigurjóns Þ. Árnasonar bankatjóra. Fabúleraði í heilum sjónvarpsþætti um þetta merka fyrirbæri án þess að honum stykki bros. Líklega fá banksterarnir bónusinn.