Steinþór Pálsson sagði fátt af viti, þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd. Gat ekki rökstutt sölu Landsbankans á Borgun án útboðs til Engeyinga og félaga. Bullaði bara meiningarleysu að hætti Sigmundar Davíðs. Miðað við venju um mat á fyrirtækjum áttu reikningar Borgunar að sýna töluvert hærra verð. Landsbankinn samdi af sér, ef ekki er hreinlega um umboðssvik Steinþórs að ræða. Þetta er enn eitt dæmið um, að bankastjórar eftirhrunsára eru engu skárri bankastjórum fyrirhrunsára. Stefna að nýju hruni. Níðast á alþýðu, en hossa glæframönnum. Ganga svo langt, að þeir aðstoða bófana jafnvel við siðlaust kennitöluflakk.