Banna lærdóm

Punktar

Forstöðukona Námsflokkanna, Björg Árnadóttir, segist hafa tekið eftir, að sumir erlendir karlar banna konum sínum að sækja námskeið í íslenzku. Þetta er angi af vandræðum okkar við að taka við erlendu fólki. Við þurfum að stórauka fjárveitingar til aðlögunar þess, einkum til náms í íslenzku. Við ráðum hins vegar ekki við suma róttæka múslima, sem vilja viðhalda hér þjóðfélagi karlrembunnar, sem þeir þekkja heima fyrir. Við eigum að forðast að flytja inn fólk úr svo framandi heimi. En við eigum hiklaust að fá fólk frá Rúmeníu og Búlgaríu eins og hverjum öðrum venjulegum útlöndum.