Af félagslegum rétttrúnaði hafa stjórnvöld í Evrópu látið undir höfuð leggjast að móta aðflutta múslima í vestrænni mynd. Þess vegna hafa gerzt atburðir, sem valda hatri fólks á múslimum. Lýðskrumarar átta sig á þessu og heimta breytingar, sem senn fela í sér, að múslimum verði bönnuð landvist í Evrópu, samanber Nicolas Sarkozy, er verður næsti forseti Frakklands. Nærtækara væri þó að banna landvist bandarískt ættaðra sértrúarsafnaða, sem boða hatur, landspjöll, kjarnorkustríð og heimsendi. Þessi falskristna geðveiki hefur þegar numið land í söfnuðum á Íslandi.