Bannhelgi á framtíðinni

Punktar

Spiegel segir, að Nató-fundurinn í Búkarest hafi verið “fíaskó”. Gleðilæti manna í fundarlok hafi bara verið til að sýnast. Þverbrestir séu komnir í samstarfið. Gamli óvinurinn sé dauður, Varsjárbandalagið. Og menn geti ekki komið sér saman um framhaldið. Spiegel segir, að bandalagið skorti nýja skilgreiningu, afsökun fyrir tilveru sinni. Nýju aðildarríkin í austri séu höll undir Bandaríkin, en gömlu ríkin í vestri hafi miklar efasemdir um stefnu Bandaríkjanna. Þess vegna var öllum viðkvæmum málum frestað. Þau voru ekki einu sinni rædd. Bannhelgi hvílir á umræðum um framtíð Nató.