Bara dagsetningin komin

Punktar

Þá er dagsetningin 29. október komin, en EF-ið er enn á lofti. Hef enga trú á, að stjórnarandstaðan fallist á þingmál, sem eru ekki enn komin fram, svo sumt verður ríkisstjórnin að gefa eftir. Enda er ekkert samkomulag um dagsetninguna, bara tilkynning stjórnarinnar. Fróðlegt verður að sjá viðbrögð stjórnarandstöðu við þremur stjórnarskrárbreytingum í andstöðu við stjórnarskrá fólksins. Ætli þeir hiksti ekki margir á þeim bekknum rétt fyrir kosningar. Annað skrítið mál er búvörusamningurinn til tíu ára, sem flestir verða andvígir. Enn getur allt farið í háaloft á þessu sumarþingi í boði lamaðrar ríkisstjórnar á banabeði.