Bara einn tilgangur

Punktar

Sumir í blogginu virðast hissa á Eygló Harðardóttur velferðarráðherra. Hún er byrjuð á umfangsmiklum hreinsunum í nefndum ráðuneytisins. Skiptir inn framsóknarmönnum, sem hafa fátt sér til ágætis. Bloggarar segja þetta ekki vera líkt ráðherranum. Við þetta ágæta fólk vil ég segja: Eygló er Framsókn. Tilgangur flokksins er fyrst og fremst að troða gæðingum á sem flesta staði. Annars væri hann ekki Framsókn, flokkurinn hefur ekki annan tilgang. Svona hefur það verið í þá hálfu öld, sem ég hef fylgzt með flokknum. Haldi sumir, að til séu góðir partar undir lýðskruminu, get ég fullyrt, að svo er ekki.