Bara forn frægð

Fjölmiðlun

Gullöld Washington Post var 1972-1974. Þá var Katharine Graham útgefandi og Benjamin Bradlee ritstjóri. Blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein sýndu ótrúlega þrautseigju við að rannsaka Watergate, sem hratt Richard Nixon úr embætti. Jafnvel New York Times hvarf í skugga Washington Post. Svo hvarf þetta lið smám saman af vettvangi og lakara fólk úr Graham-ættinni tók við stjórn. Á löngum tíma hrakaði blaðinu og hefur nú lengi siglt lygnan sjó pólitísks rétttrúnaðar. Amazon-kóngurinn Jeff Bezos hefur keypt blaðið og gerir það tæpast hversdagslegra. En gleymum ekki, að Amazon er skattsvikari.