Kosningabaráttan er komin í gang, þótt drjúgt sé til kosninga. Bófaflokkurinn þráir að stjórna borginni eins og landinu. Stælir alþingiskosningar með því að bjóða fram andlit fjárglæframanns. Bjarni Ben stjórnar landinu með aðstoð þægru flokka og Eyþór Arnalds vill stjórna borginni með aðstoð þægra flokka. Hann vill fá að byggja risavaxið á lóðum sínum. Atkvæði greidd framsóknarflokkum á borð við Framsókn og Miðflokk eru í þágu þess. Áratugir sanna það. Komið hefur í ljós, að Viðreisn og Vinstri græn eru líka þægir flokkar. Samfylkingin hefur stundum komið við sögu þægðar á landsvísu. Öruggasta vörnin gegn bófunum er að kjósa Pírata.