Forustufólk Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata getur vel talað saman og gefið eftir í stjórnarviðræðum. Gamla Framsókn hefur hreinsað sig af Panama-prins og er farin að líta til vinstri. Katrín, Logi, Þórhildur Sunna og Sigurður Ingi geta vel talað sig saman inn í ríkisstjórn. En þau hafa of lítinn meirihluta. Þurfa að ná inn Ingu, sem verður aðeins erfiðara. Vilji er allt, sem þarf, segir máltækið. Í þessum hópi eru engar gamlar illdeilur, sem oft einkenndu pólitíska foringja í gamla daga. Spurningin er, hvort þessi hópur hefur vilja til að ráða ferðinni eða hrökklast undan síbyljandi frekju bófaflokksins undir stjórn Panama-prins.