Viðreisn og Björt framtíð hafa gefið eftir öll sín helztu stefnumál í viðræðum við Sjálfstæðis um nýja ríkisstjórn. Ekki verður minnzt á framhald viðræðna við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Ekki verður rætt um breytingar á kvótakerfinu, engin uppboð og engin hækkun á auðlindarentu. Benedikt hefur fallizt á óbreytta stefnu gömlu stjórnarinnar og Óttarr þá væntanlega líka. Hugsanlegt er þó, að einstakir flokksmenn þessara meintu breytingaflokka maldi í móinn, þegar til kastanna kemur. Nýja stjórnin hefur bara eins þingmanns meirihluta. En hætt er við, að óbreyttir þingmenn séu allir úr sama lina vaxinu og formenn flokkanna.