Barack kann mannasiði

Punktar

Ágreiningur verður áfram milli Bandaríkjanna og Evrópu, þegar Barack Obama verður forseti. Munur hans og George W. Bush felst einkum í, að Obama kann mannasiði, en Bush ekki. Áfram verður rifizt um utanríkismál og hernað. Viðhorf til Rússlands, Tyrklands, Afganistans og Írans verða áfram misjöfn. En Bandaríkin munu falla frá pyndingum og öðrum brotum á sáttmálum um mannréttindi. Kyoto-bókunin mun þokast fram og leiða til frekari samninga í umhverfismálum. Demókratar fylgja verndarstefnu í viðskiptum. Því verður um nóg að rífast í náinni framtíð. En kannski af minni bandarískum dónaskap.