Barack Obama er ekki Jesús Kristur

Punktar

Ekkert himnaríki verður í Bandaríkjunum, þegar Barack Obama verður forseti. Hann var settur á flot af fjölþjóðlegum auðhringjum, sem lengi vel borguðu kosningabaráttu hans. Þeir vilja fá borgað, þegar til kastanna kemur. Og nú hefur Obama ítrekað skilyrðislausan stuðning Bandaríkjanna við glæparíkið Ísrael. Hann ætlar því ekki að setja skorður við undirrót vandræðanna í samskiptum Vesturlanda við Miðausturlönd. Obama er að mörgu leyti skárri en John McCain, en er samt ekki Jesús Kristur endurborinn. Vonandi losar hann okkur samt við stríðið gegn Írak. Varla er hægt að krefjast meira af honum.