Barátta Bush gegn umhverfinu

Punktar

Gegn eindreginni andstöðu Bandaríkjanna hefur alþjóðasamfélagið samþykkt að herða eftirlit með ólöglegu skógarhöggi og verzlun með mahóní-við, sem hefur verið notaður svo grimmt til húsgagna og innréttinga, að honum hefur verið útrýmt víðast annars staðar en í Amazon-regnskóginum. Þetta gerðist á fundi 159 aðildarríkja Sáttmálans um verzlun og útrýmingu (CITES) >í Santiago í gær. Í þessu sem öðrum alþjóðamálum hafa Bandaríkin í auknum mæli einangrazt í harðri hagsmunagæzlu fyrir þá, sem græða á umhverfisspjöllum. Sama dag sagði Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, í New York að Evrópusambandið væri að spilla heimsviðskiptunum með aukinni áherzlu á umhverfismál. Við sama tækifæri sagði Pascal Lamy, viðskiptafulltrúi Evrópu, að umhverfi og verzlun eigi að vera jafnþung á metunum.