Af sagnfræðispámönnum, sem skrifuðu fyrir tíu árum um framvindu heimsmála á nýrri öld, hefur Samuel P. Huntington enzt bezt, betur en Francis Fukuyama og Niall Ferguson, Benjamin Barber og Paul Kennedy. Bókin um menningarátök trúarsvæða, “The Clash of Civilizations” gæti hafa verið skrifuð í gær. Hún lýsir því ástandi, að vanhæf Bandaríkjastjórn hefur gert þorra múslima brjálaða og margfaldað hryðjuverkaógn okkar allra. Hún lýsir stigmagnandi átökum á skurðsvæðum menningarheima. Huntington telur eina björgun mannkyns felast í samkomulagi menningarheima um ný samskiptaform.