Barátta sjónhverfinganna

Punktar

Hvað sameinar nýju flokkana, sem mælast án fylgis í skoðanakönnunum? Hvað er eins hjá Dögun og Samstöðu? Það er stuðningur við einfaldar lausnir á vanda heimilanna. Fólk, sem trúir á sjónhverfingar, þarf ekki á þessum flokkum að halda. Það kýs bara Framsókn, sem hefur langa reynslu af yfirboðum af slíku tagi. Af flötum niðurskurði og pennastrikum út og suður. Sigmundur Davíð er nýjasti formaðurinn í langri röð sjónhverfingamanna Framsóknar. Hann hefur náð öllu fylgi einfeldninganna til sín. Ekkert er afgangs handa smáflokkum. Þeir hafa bara Andreu og Lilju, sem hvor hefur tíu manna hirð sanntrúaðra.