Baráttan um spunann

Fjölmiðlun, Punktar

Ört eykst tækni blekkingafólks við að hafa fólk að fífli. Á félagsmiðlum svokölluðum sjáum við meira um auglýsingar og kynningar. Alls staðar læðist inn áróður. Spuni hefur í áratug verið mikið notaður í pólitík vestanhafs. Hópur bloggara, tístara og fésbókara tekur sig saman um að setja flökkusögur á flot og blása í segl þeirra. Aðrir eru seinir að átta sig og bera spunann til baka. Mikilvægt er í aðdraganda næstu alþingiskosninga, að bloggarar, tístarar og fésbókarar séu vakandi fyrir meinsemdum slíks spuna. Taki sig saman um að stöðva hann með réttum upplýsingum í tæka tíð. Fyrir lýðræðið.