Baráttumaður auðstéttanna

Punktar

Magnús Orri Schram getur sætt sig við bankaskatt. En hann er andvígur hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlindagjalds, auðlegðaskatts og erfðafjárskatts. Fæstir eru þetta skattar, sem lenda á almenningi, heldur á auðfólki og auðfyrirtækjum. Allt eru þetta skattar, sem eru lægri hér en í nágrannalöndunum. Magnús Orri Schram er baráttumaður auðstéttanna. Neitar að styðja þessa skatta. Er í röngum flokki, ætti að vera í Sjálfstæðisflokknum. Styður frekar meiri niðurskurð velferðar. Hann á heima hjá hrunverjunum. Og það er frábært, þegar menn taka sf sér grímuna, sem þeir hafa lengi borið.