Barizt um farsíma

Punktar

Símagerðir á borð við Nokia og Sony Ericsson hafa leitt þróun farsíma. Nokia hefur gengið bezt að selja, en komnir eru nýir aðilar til skjalanna úr annarri átt. Fyrst má þar nefna vélbúnaðargerðina Apple, sem rokselur iPod og iPhone. Einnig hugbúnaðargerðina Google, sem hefur búið til bandalag um opinn hugbúnað fyrir farsíma. Ljóst er, að mikil sala verður í farsímum næstu árin og að þeir munu breytast í tölvur. Þeir eru nú þegar orðnir að myndavélum, tóntækjum, netvöfrum, staðsetjurum. Til mikils er að vinna að ná forustunni. Nokia, Apple og Google munu því berjast grimmt.