Orðinn leiður á reyfaraöldinni. Nenni ekki að lesa fleiri metsölubækur um rannsóknalöggur eða -blaðamenn. Né þýðingar á mest seldu reyfurum annarra tungumála. Sú metbókahefð er komin á leiðarenda. Í staðinn las ég gamlan Simenon, er kafar betur ofan í sálarlíf jaðarfólks. Og gamla leiðsögubók um Jerúsalem og nálæg lönd, rifjaði upp heimsóknir þangað. Merkasta bókin, sem ég fletti, var Dýrin, rosalega skrautlegt flettirit um dýraríkið. Hún var hins vegar of þung til að taka í rúmið, svo að ég las hana ekki. Stalst svo um nóttina til að lesa barnahandbók númer eitt um alfræði fótboltans.