Barnamorðinginn í Pentagon

Punktar

George Monbiot fjallaði í gær í Guardian um heimsókn kólumbíska hershöfðingjans Carlos Ospina til bandaríska hermálaráðuneytisins, þar sem honum var tekið með kostum og kynjum í síðustu viku. Ospina er illræmdur fyrir stjórn sína á fjórðu deild hersins í Kólumbíu, sem hefur náið samstarf við dauðasveitir hægri manna, er hafa myrt 15.000 manns í landinu, suma á hryllilegan hátt, til dæmis með því að afhausa börn. Mörg illvirki Ospina hafa verið skrásett í smáatriðum af Human Right Watch. Bandaríkin, landeigendur í Kólumbíu, hershöfðinginn og dauðsveitirnar eru í samstarfi um hryðjuverk gegn fátæklingum í Kólumbíu. Nýlega veittu Bandaríkin sem svarar átta milljörðum króna til þessara hryðjuverka og hafa sent sérsveitir til Kólumbíu til að þjálfa hryðjuverkamennina. Á sama tíma hneykslast ráðamenn Bandaríkjanna á hryðjuverkum annarra.