Recep Tayyip Erdoğan, einræðisherra Tyrklands, flytur ríkið hratt frá vestræna ríkinu, sem Mustafa Kemal Atatürk kom á fót fyrir tæpri öld. Tyrkland er á leið til trúarríkis að hætti múslima. Nýjast er afnám lágmarksaldurs til hjónabands. Eftir 13. janúar 2017 má gifta börn og smábörn, ef þau segja „já“. Þannig er barnaníð afglæpavætt í Tyrklandi. Níðingarnir fá frjálsar hendur. Með afnámi vestrænna kvenréttinda, brottrekstri dómara, fangelsun blaðamanna og ferðabanni vísindamanna er Erdoğan að stíga risaskref frá veraldlegum mannréttindum. 80 milljónir manna hverfa úr veraldlegri nútímabirtu inn í miðaldamyrkur íslams.