Batnandi manni

Punktar

í fyrsta skipti í hálfa öld keypti ég hvorki flugelda né goskökur. Í fyrsta skipti í hálfa öld fór ég að sofa fyrir miðnætti. Fyrir nokkrum áratugum hætti ég að lesa áramótaávörp landsfeðra og annarra stórlaxa. Þau voru blanda af froðu, klisjum og hræsni. Í þetta sinn fylgdist ég ekki heldur með áramótadeilum álitsgjafa. Þær hafa verið leiðinlegar, á seinni árum mestmegnis spuni pólitíkusa. Þær hafa verið útlegging þeirra á deilumálum, sem fáir skilja eða meta. Núna nennti ég ekki að hlusta á spuna þeirra um Orkuveituna. Áramót eru ekki upphaf og endir neins í tímans þunga straumi.