Beðið eftir Godot

Punktar

“Við bíðum eftir ríkinu”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann væntir þess, að ríkið lyfti töfrasprota og auki veltuna í þjóðlífinu. Gætu verið einkunnarorð Samtaka atvinnulífsins og pilsfalda-kapítalisma þeirra. Hér gerist nefnilega ekkert með frjálsu framtaki einstaklinganna eða öðrum boðorðum markaðsfræða. Atvinnulífið situr bara með hendur í skauti og bíður eftir að ráðherrar segi: “Sesam, opnist þú”. Leitun er að annarri eins ríkisdýrkun og sósíalisma og felst í þessu viðhorfi. Viðhorfi þeirra þreyttu manna, sem falið er að gæta hagsmuna þreyttra einokunar- og pilsfaldasinna.