Beðið eftir Godot

Punktar

Samantektir geta verið frábærar. Í fyrra samdi ég lista um newspeak pólitíkusa, sem gildir enn. BJÖRN VALUR hefur gert lista um samhengislaust rugl valdhafa um afnám hafta. Gæti verið leikrit eftir Beckett, hjóðar svona:

Þann 23. apríl 2013 sagði formaður sjálfstæðisflokksins að hægt yrði að afnema gjaldeyrishöftin á næstu mánuðum
Þann 23. apríl 2013 sagði formaður framsóknarfloksins að afnám haftanna myndi ekki taka langan tíma
Þann 27. maí 2013 tilkynnir nýr forsætisráðherra að höftin verði afnumin samkvæmt áætlun sem byggist á hans hugmyndum.
Þann 27. maí 2013 segir forsætisráðherra að áætlun sín verði birt í september það sama ár.
Þann 15. ágúst 2013 tilkynnir forsætisráðherra um að hann hafi skipað sérstakan afnámsstjóra
Þann 20. september 2013 segir forsætisráðherra að afnám haftanna geti hafist í fyrirsjáanlegri framtíð
Þann 15. október 2013 fullyrðir fjármálaráðherra að stutt sé í afnám haftanna
Þann 16. október 2013 segir fjármálaráðherra að meiriháttar skref um afnám haftann verði kynnt á næstu fimm mánuðum
Þann 30. október 2013 segir forsætisráðherra að það geti tekið nokkur ár að afnema höftin
Þann 31. október 2013 segir forsætisráðherra að það taki bæði skamman tíma og langan að afnema höftin
Þann 15. nóvember 2013 tilkynnir forsætisráðherra um skipan sérstaks ráðgjafahóp um afnám haftanna
Þann 30. nóvember 2013 segir forsætisráðherra að skattlagning þrotabúana muni ekki tefja afnám haftanna
Þann 26. janúar 2014 segir forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi skamman tíma til að afnema höftin
Þann 9. febrúar 2014 segir fjármálaráðherra að afnám haftanna gæti hafist á árinu
Þann 20. febrúar 2014 segir forsætisráðherra að það þjóni ekki tilgangi að opinbera leynilega áætlun um afnám haftanna byggða á hans hugmyndum
Þann 20. febrúar 2014 segir forsætisráðherra að beðið sé eftir gögnum frá Seðlabankanum til að hægt verði að greina frá hugmyndum stjórnvalda um afnám haftanna
Þann 25. febrúar 2014 segir fjármálaráðherra að framkvæm afnáms gjaldeyrishaftana sé í fullum gangi
Þann 27. mars 2014 segir fjármálaráðherra að afnám haftanna sé forgangsmál hjá ríkisstjórninni
Þann 4. apríl 2014 tilkynnir fjármálaráðherra um fjölgun rágjafa við afnmám haftanna og að fyrstu skrefin í afnámi þeirra verði tekin á næstu mánuðum
Þann 7. júní 2014 segir fjármálaráðherra að það þurfi pólitískan kjark til að afnema höftin
Þann 16. júlí 2014 segir forsætisráðherra að afnám haftana hefjist á árinu
Þann 25. september 2014 segir fjármálaráðherra að árið 2014 verði örlagaár við afnámi haftana. Ekki sé eftir neinu að bíða
Þann 20. október 2014 segir fjármálaráðherra að höftin verði líklega afnumin í skrefum
Þann 1. nóvember 2014 segist fjármálaráðherra aldrei hafa verið jafn sannfærður og þá um að markverður árangur muni nást á næstu mánuðum við afnám haftanna
Þann 11. nóvember 2014 segist fjármálaráðherra vongóður um að geta opinberað áætlun um afnám haftana fyrir jól
Þann 12. nóvember 2014 segir fjármálaráðherra frá því að kostnaður við afnám haftana sé komin í 335 milljónir á árinu
Þann 4. janúar 2015 segir tilkynnir forsætisráðherra að næstu skref við afnám haftana verði tekin í mánuðinum
Þann 9. janúar 2015 skipar forsætisráðherra enn einn hópinn um afnám haftanna
Þann 20. janúar 2015 segir fjármálaráðherra að afnám haftana sé að hefjast og það skipti ekki öllu hvoru megin mánaðarmótanna það verði úr þessu.