Beðið eftir Íslandi 2.0

Punktar

Nokkur umræða hefur orðið á vefnum um Annað Lýðveldið, Ísland 2.0, hugmynd Njarðar Njarðvík. Mér vitanlega hefur enginn útskýrt í umræðunni, hvernig við komumst frá punkti A til punkts B. Hvernig við förum frá deginum í dag til þess tíma, er kosið verður næst til Alþingis. Gera menn ráð fyrir, að ástandið malli í biðstöðu í rúm tvö ár? Hvernig á það að vera verkefni í maí 2011 að gera upp hrun í september 2008? Menn skauta létt frá aðkallandi verkefnum. Hvernig ætla þeir að knýja fram kosningar í vor? Ríkisstjórnin heldur áfram rugli sínu og hefur í hendi sér að sitja fram í maí 2011.