Beðið eftir málaferlum

Punktar

Málaferli Alþingis gegn Geir H. Haarde munu hjálpa til við að endurvekja traust erlendra peninga á Íslandi. Sama er að segja um yfirvofandi dómsmál gegn öðrum höfuðpaurum hrunsins. Erlendis er ekki litið á þessi eftirmál sem hefnd. Litið er á þau sem yfirlýsingu Íslands um, að fjármálabófar séu ekki undanþegnir réttvísinni. Ríkisstjórn Geirs, Seðlabanki Davíðs og bankabófar ollu ríkinu tjóni upp á þúsund milljarða. Og ollu útlendingum tjóni upp á sjöþúsund milljarða. Þeir láta ekki fara svona með sig, án þess að eftirköst verði. Þess vegna er harka í IceSave og því bíða menn eftir málaferlunum.