Það eru gamlar fréttir, að Framsókn verði óróleg í sjálfstæðissænginni, er fylgið fýkur burt. Ef úrslitin fylgja könnunum, má búast við erfiðu samstarfi þetta ár. Hins vegar er óvíst, að Björn Ingi Hrafnsson græði á að sýna veikleika og benda á þetta undir lok baráttunnar. Er hann að biðja sjálfstæðiskjósendur að hlaupa undir bagga með Framsókn, svo að hún verði þolanleg í skapinu? Mér finnst ólíklegt, að slíkrar neyðaraðstoðar sé að vænta. Hver er sjálfum sér næstur í þessum kosningum og fáir munu leggja lykkju á leið sína til að lappa upp á þreytta ríkisstjórn.