Belgía bilaði

Punktar

Stjórn Belgíu hefur kiknað undir hótun Bandaríkjanna um að hindra smíði nýrra höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins í Bruxelles og láta flytja þær frá Belgíu. Belgía ætlar að falla frá nýjum lögum um stríðsglæpi, sem hafa leitt til málshöfðunar gegn helztu ráðamönum Bandaríkjanna, Bush, Powell og Rumsfeld, svo og Blair, forsætisráðherra Bretlands. Eftir breytinguna verður einhver aðili málsins, gerandi eða þolandi, að vera belgískur. Að sögn Associated Press er framkvæmdastjóri Nató, George Robertsson, voða feginn.