Berir keisarar

Punktar

Daniel Gros talar eins og barnið, sem horfði á bera keisarann. Hann er forstjóri Evrópurannsóknahúss CEPS og spyr Íslendinga: “Hvers vegna ekki hafa sama gjaldmiðil og helztu viðskiptalöndin og spara sér gengiskostnað og óþægindi af sveiflukenndum gjaldmiðli?” Það er von, að beri keisarinn á Íslandi vilji ekki ræða evruna. Við höfum lent í og munum lenda í sveiflum á þessu ári. Það er skólabók um veikan gjaldmiðil, sem hoppar upp og niður og veldur óbærilegum vöxtum. Allir vita, að evran mun lækka vexti, en samt vilja fáir ræða hana. Landsfeðurnir vilja vera berir keisarar.